þriðjudagur, maí 9

chocolate covered cherries and seedless watermelons

ohhhhhh ég er alveg að verða búin í prófunum!! ég er búin með tvö og á eitt eftir sem mér leynist ómögulegt að læra fyrir þrátt fyrir mikinn áhuga á þroskaferli barna og hvað kemur fyrir þau sem eru á ættleiðingarheimilum í Rúmeníu...
kannski koma því að, ég hugsa ég muni ættleiða einhvern daginn. kannski þegar ég verð rík og fræg verður það hætt að vera í tísku... ég kem því þá bara aftur inn og kem með eitthvað svona skemmtilegt mottó....-we are the world we are the future-
eg er sémsagt skemmtilega steikt í þessum prófalestri. ég er búin að vera inni núna samfleitt í þrjár vikur og eins og mr.blaine er húðin farin að flagna af mér og súrefni er af skornum skammti. ég þarf sól og austurvöll og svo meiri sól og svo sund.... og þetta allt saman eftir bara 2 daga!!!!
Fimmtudagur verður partí day my friend....
Ég er með alla helgina planaðað...
Sönsjænið mitt á afmæli á föstudaginn, próflokadjamm á laugardaginn, stjórnarskipti á sunnudaginn og þrif og hendumúrskápnumokkarfötumíevulitusystir dagur á mánudaginn og þá eru bara 6 dagar þanga til ég fer til hennar Ljósu minnar.....
vííííííí......
patatas bravas og hummus og mojitos og HogM og Zara og MNG og gucamole og spánski snúðurinn og ferskur safi og smoothie á morgnanna og gulrótarsafi og ströndin og hún ljósbrá mín......
eins sem ég ger sagt er "Ljúfa líf ljúfa líf... lovdeplesídúmoi....."







haldðið að stelpurnar verði ekki sætar berbrjósta að sóla sig og synda í sjónum...
úff hvað þetta verður svít!!
ekki samt misskilja, það verður ekki sofið frameftir og hangið, síður en svo! ég og ljósa ætlum að still vekjaraklukkuna og vera busy alla daga á söfnum, göngutúrum, kaffihúsum og gvuðmátvitahvaðannað....
ég ætla byrja á leslistanum mínum fyrir sumarið sem er bara að lengjast by the minute. Ég er nefnilega með svona thing að lesa einhver klassísk verk sem er alltaf verið að vitna í en ég hef ekki lesið...Ég hugsa ég byrji á Meistaranum og Margarítu.....Líst ágætlega á það plan... Ef þið vitið um einhver meistaraverk sem eru möst að lesa á ströndinni þá endilega komið með hints, mjög vel þegið.

Að öllum þessum pæjugangi loknum fer ég svo í rómantík til kaupmannahafnar þar sem búið er að lofa mér fallegri lautarferð með piknikk, sólböðum, blómum, miklu kúri og tívolíferð. Þetta verður fjórða ferð frú Sigríðar frá því í október til baunalandsins.
Ég sem sór þess eið af fara aldrei þangað fyrir sextugt.. svona getur lífið breyst og ákveðnar stelpur með....

ég missi því miður af því eðal framtaki sem Reykjavík trópík verður en ég stefni á heimkomu 06.06.06...
pabba finnst ekki góð hugmynd að fljúga á þessari dagsetningu en hvað get ég sagt, we´re living on the edge....

í prófunum hef ég eytt miklum tíma í að setja saman falleg sumarátfitt og hvað ég ætla að taka með mér í ferðatöskuna...
ég hef einnig þróað býflugugildru því að þessir röndóttu offitu kólibrí fuglar hafa verið að reyna komast inn til stelpunnar... ég er svo hrædd við býflugur að ég þori ekki að sitja úti og lesa.. sad but true, ég veit. ég bara hef verið stungin 3svar á sama stað og það var viðbjóðslega sárt, ég er meira að segja með stríðsör til að sanna það....
ég hef mikið verið að hlusta á snow patrol, hot chip og interpol og bítlana og beyonce og sungið og hrist rassinn.... ég meira að segja tók Ný Dönsk og Goldie....ÉG ÞARF AÐ DJAMMA!!
ég og grænt te og popp höfum komist á nýjan stað hjá hvor öðru.... hvernig er hægt að þurfa pissa svona oft???!! það er bara engin sparnaður í því að vera heima að læra. það kostar fullt af klósettpappír, tepokum, rafmagni og mat.... fussumsvei
strákar sem einu sinni áttu hjartað mitt hafa einnig verið áberandi í prófatíð, ætli þessar elskur finni þetta á sér?

það frí sem ég hef tekið mér frá lestri hef ég eytt með minni yndislegum stórfjölskyldu... ég og eiríka og særún systur mömmu fórum á kaffiparís þar sem við öskruðum af hlátri yfir hlutum eins og typpastærðum og lamaze öndunaræfingum til að mýkja hægðir.....
æ lovs mæ auntís :)
svo fór öll móðurhliðinn upp í rútu og út á land að borða í tilefni þess að amma mín varð sjötug, þrátt fyrir að líta ekki út fyrir að vera degi yfir 52 ára...
mér tókst að sjálfsöðgu að lenda í smá "rökræðum" við einn kana sem var ósáttur við fullar eldri íslenskar konur... mér til mikillar undurnar reis svala flórídahúseigandi á fætur og gargaði á kanann og sagði honum að fara bara heim og borða heima hjá sér..
svona stendur fjölskyldan mín saman.
þó að við elskum kanana og kanalandið þá komast þeir samt ekki upp með að disssa okkur íslendinga, hananú!

nú er bara að klára próf og skella sér í djamm og sól og sund og bíða eftir að fá lítið frændsystkini í heiminn :)

ég verð afar afar sæt og skemmtileg á fimmtudaginn og hvet alla til að hringja í mig og bjóða mér upp á einn........ eða tvo.....eða....Það má treysta á mig í gleðinni í 10 daga samfleytt :)

Hvernig var það, enginn júróvísjíon partí?????

siggadögg (sem er enn formaður animu)
-shake that ass show me what u got-

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleði gleði.
Hlakka til að fá þig í heimsókn sæta mín.
Gangi þér vel í lærdómnum!
Love
Ljósa

Nafnlaus sagði...

tjah - loksins segi ég nú bara. Hélt að fólk ætti að blogga meira í prófatíð en ekki minna;) neeei segi nú bara sonna...en það verður gaman að fá þig út elskan - tökum hygge rölt og öl í kongens með jafnvel eins og eina strawberry daquiry í sólinni:) mmmmm...og passaðu þig á býflugunum, við viljum ekkert svona atvik eins og í fyrra;) leist bara ekki á blikuna...good luck í bili

Kleina sagði...

Arghhh það eru allir að fara til úgglanda í sumar nema (sennilega) ég :(
Bíta á jaxlinn, bara einn dagur eftir. Ég er einmitt heima að "læra" (púsla og lesa blogg, þvo upp og horfa á video)

eks sagði...

ú ú ú má ég koma með til BCL :) Ég hitti mömmu þína áðan í fríhöfnini, þær voru að dáðst hvor af annari þarna hún og ólafía mín :) Á ég að trúa því að þú ætlir að missa af reykjavík Trópík.... svei svei svei, annars mæli ég sko alveg með meistaranum og önnu öðruvísi klassík er líka bury my heart at wounded knee..... eða bara ævintýri góða dátans svejk klassa klassík, já og ég hitti Yrsu í París :)
ohh góða skemmtun í öllu saman muuuwwhhaaa

Nafnlaus sagði...

Elsa mín, þú er sko velkomin til BCN.
Ég verð hérna eitthvað áfram og Sigga kemur nú örugglega aftur, virðist vera aðal áðdánandi. Er duglegust að heimsækja mig.

Dagarir eru einungis 8 þar til mín Sigga kemur, í Patatas Bravas, Plaþþþaaa og ælti ég neyðist ekki til að gera hummus:-)

Er að kanna hvot við getum ekki leigt okkur bíl og kíkt út fyrir borgina, nú eða leigt okkur íbúð við ströndina.

LL

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að segja þér að Kisurnar hennar Bergþóru pissuðu enn og aftur á dótið mitt. Og í þetta sinn í rúmmið mitt, á fötin mín og tjaaa myndavélarnar mínar eru samt enn þá heilar og faldar inni í lokuðum skáp.

... ég er samt mjög hrifin af þeim. Um leið og ég verð settlegri mun ég fá mér kisu... eða voffa. Og skýra hana Fröken Sigríði...:-)

Knúss

eks sagði...

nei ég vill fara til BCL, BCN hvað.... hehehe, kíktí á súpermódelið og segji nú bara VAHÁ

Sirra :) sagði...

Þú ert alveg svakalega góður penni sigga. Mjög í anda satc og gvuð hvað það er þörf á því þar sem þeir þættir eru hættir mega þeir RIP og góða skemmtun í Barce.
Kv.Sirrý

Sirra :) sagði...

P.s ef þið fýlið hummus svona mikið þá ættuði að prófa að saxa lífræna sólþurrkaða tómata út í. Það er algjört lostæti.
Peace!